17.12.2006 | 20:31
Fyrsta bloggfærsla
Ég sit heima í veikindafríi og er að hugsa um allt það sem gengið hefur yfir okkur að undanförnu. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það versta sem við getum gert er að vorkenna okkur og væla yfir aðgerðarleysi stjórnvalda. Við getum lítil áhrif haft á hvað þau eru að gera. Frændþjóðir okkar og stofnanir sem sérhæfa sig í að aðstoða þjóðir sem lenda í álíka vanda og við erum í, eru að reyna að hjálpa okkur. Leyfum þeim að vinna vinnuna sína.
Við þurfum samt ekki að sitja með hendur í skauti. Það eru margir atvinnulausir í dag. Við getum sameinað krafta okkar og byggt upp okkar eigin heimilisiðnað eða aðra atvinnustarfsemi á meðan ekkert annað bíðst. Virkjum okkur og hjálpum okkur sjálf. Gerum lista yfir það sem hægt er að gera og finnum okkur samastað, ræðum málið og framkvæmum. Þetta er mín uppástunga. Hverjar eru ykkar?
Kveðja "haltur"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.11.2008 kl. 17:21 | Facebook
Um bloggið
Athugasemdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning